Vísindin að baki Lactoferrin

Hvað er Lactoferrin ?
Laktóferrin er náttúruleg lífvirk sameind sem hefur fjölþætt hlutverk í líkamanum.  Lactoferrin er málm bindandi glýkóprótein sem er að finna í öllum spendýrum og er nauðsynlegt til að búa til og viðhalda lífi.   Orðið lactoferrin ( ‘Lacto’ – þýðir mjólk; “ferrin’- þýðir járn) er notað yfir málmbindi eiginleika mjólkur.  Lactoferrin hefur til viðbótar þá eiginleika að binda fleir málma, svo sem sink, mangan, og vanadín.

Hvað þýðir “Bio-Replenishment” (Endurnýjun lífvirkra sameinda)
Lífvirkar sameindir eru þær sameindir sem finna má innan líkamans og hann framleiðir sjálfur.  Þessar sameindir eru því þær sem líkamninn þekkir og þarfnast.  Hins vegar þekkjum við öll fæðubótarefni eins og vítamín, steinefni, jurtaefni og annað slíkt sem framleitt er utan líkamans og eru því ekki lífvirkar sameindir.

Hvert er hlutverk Lactoferrins í líkamanum ?
Lactoferrin er einkaleyfisvarið fjölvirkt fæðubótarefni.  Meginverkefnið er að auka getu líkamans til að viðhalda heilbrigðu og eðlilegu ástandi.  Náttúrulegt jafnvægi líkamans mun með tímanum veita þér aukna orku og betri líðan.

Hvers vegna þarf líkaminn viðbótar Lactoferrin ?
Nútímamaðurinn býr við breytt mataræði, vinnuvenjur, stress og aðrar umhverfisbreytur sem allar eiga það sameiginlegt að vinna að lakari lífsgæðum og auka álag á varnir líkamans.  Afleiðingin er sú að við erum orðin útsettari fyrir sýkingum, óreglu og verkjum.  Það að taka viðbótar Lactoferrin hjálpar líkamanum að ná náttúrulegu jafnvægi og vinna gegn þessu ytri þáttum sem gera okkur lífið erfitt.

 

Af hverju ættu einstaklingar að taka inn Lactoferrin Gold 1.8 ?

Hverjir eru kostir þess að neyta Lactoferrin Gold 1.8 ?
Lactoferrin Gold 1.8 er fæðubótarefni (nutraceutical) sem vinnur að heilbrigði líkamans og góðu jafnvægi.  Helsti ávinningurinn er fólginn í bættri magaflóru, aukinni virkni ónæmiskerfisins, langvirk andoxunaráhrif (48 klst) og bættur járnbúskapur.

Hvað er svona sérstakt við Lactoferrin Gold 1.8
Ólíkt öðrum Lactoferrin fæðubótarefnum sem framleidd eru úr mysupróteinum (Whey based proteins) er Lactoferrin Gold 1.8 framleitt úr kúamjólk frá svæðum sem eru laus við sýkingar og sjúkdóma (valin svæði á Nýja Sjálandi).  Kýrnar eru “non GMO” sem þýðir að þær eru lausar við og hefur ekki verið erfðabreytt.  Mjólkin er laus við öll sýklalyf og hormón.   Mjólkin er þar að auki hreinsuð með einkaleyfisvarðri hátækniaðferð sem skilur eftir sig einstaklega vel hreinsaða mjólk til að auka líffræðilega virkni og gæði lactoferrin próteinsins.   Það þarf 2,8 lítra af þessari hreinsuðu mjólk til að framleiða eitt hylki af Lactoferrin Gold 1.8 (60mg)

Öryggi og neytendamál

Hverjar eru mögulegar aukaverkanir af inntöku Lactoferrin Gold 1.8 ?
Engar þekktar aukaverkanir (sem vitað er um) eru af af neyslu Lactoferrin Gold 1.8.    Ef vart verður aukaverkanna af neyslu Lactoferrin Gold 1.8 þá skal hætta inntöku/neyslu vörunnar og hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk.   Einnig er æskilegt að tilkynna innflytjanda vörunnar um hugsanlegar aukaverkanir á netfangið ymus@ymus.is

Geta einstaklingar með Lactosa óþol tekið Lactoferrin Gold 1.8 ?
Já, mjólkurpróteinið Lactoferrin er búið að fara í gegnum meðhöndlun og er því ekkert líkt “sykur lactosa”.

Geta einstaklingar með prótein óþol tekið Lactoferrin Gold 1.8 ?
Já, það á að vera óhætt.  Þau mjólkurprótein sem eru tengd ónæmisviðbrögðum eru: casein og casein afleiður (sodium og/eða calcium grundaðar), lactalbumin, beta-lactoglobulin og bovine serum albumin.  Lactoferrin Gold 1.8 tilheyrir ekki þessum hópi próteina sem valda ónæmisviðbrögðum.  Samkvæmt okkar upplýsingum hefur aldrei verið tilkynnt um ónæmisviðbrögð í tenglsum við Lactoferrin grunduð/miðluð mjólkurprótein.

Geta einstaklingar með gluten og/eða soya óþol tekið Lactoferrin Gold 1.8 ?
Já, það er ekkert gluten eða soya í Lactoferrin Gold 1.8

Mega ófrískar konur taka inn Lactoferrin Gold 1.8 ?
Já, blóðleysi vegna járnskorts er algengt hjá ófrískum konum.  Lactoferring Gold 1.8 bætir upptöku járns og styrkir ónæmiskerfið.  Raunin er sú að stærri skammtur af Lactoferrin Gold 1.8 (120mg / tvær töflur á dag) stuðlar að bættri heilsu ófrískra kvenna.  Samt sem áður verður að líta til heilsu viðkomandi og hvernig meðgangan gengur og því er nauðsynlegt að ráðfæra sig við lækni / heilbrigðisstarfsfólk áður en þessa fæðubótarefnis eða nokkurs annars fæðubótarefnis er neytt á meðan meðgöngu stendur.

Mega börn taka inn Lactoferrin Gold 1.8 ?
Já, það er mikilvægt að mataræði barna sem eru ELDRI en 4. ára feli í sér viðbót svo sem Lactoferrin Gold 1.8.  Þar sem Lactoferrin Gold 1.8 er járbindandi og blóðaukandi þá hjálpar það við upptöku járns hjá börnum.  Járnupptaka barna er lykilþáttur í næringarupptöku og þroska líffæra barna.  Samt sem áður er nauðsynlegt að ráðfæra sig við lækni/heilbrigðisstarfsfólk áður en þessa fæðubótarefnis eða nokkurs annars fæðubótarefnis er neytt á meðan meðgöngu stendur.

Mega ungbörn (yngri en 4. ára) taka inn Lactoferrin Gold 1.8 ?
Nei, ekki nema að fengnu samþykkis læknis viðkomandi barns.  Þrátt fyrir að Lactoferrin sé mikilvægur hluti af næringarþörf barna undir fjögurra ára aldri og sé í sumum tilfellum bætt út í þurrmjólk/þurrfæði (frá árinu 1986) þá er óheimilt samkvæmt íslenskum lögum að gefa börnum yngri en fjögurra ára slíka viðbót nema að fengnu samþykkis læknis.

 

Lactoferrin Gold 1.8    Ráðlagðir skammtar og leiðbeiningar um notkun.

Hvað er ráðlagður skammtur af Lactoferrin Gold 1.8 ?
Eitt hylki (60mg) á dag er ráðlagður dagskammtur sem hluti af hefðbundinni næringarþörf heilbrigðs einstaklings.  Samt sem áður, á grundvelli lífstíls, aldri og heilsu, þá getur aukning á neyslu upp í 2-3 hylki á dag bætt heilbrigði sumra einstaklinga.

Á að taka Lactoferrin Gold 1.8 með mat eða á fastandi maga ?
Ekki skiptir máli hvort Lactoferrin Gold 1.8 er tekið með mat eður ei.   Taka má Lactoferrin Gold 1.8 hvaða tíma dags eftir hentugleika.

Má taka Lactoferrin Gold 1.8 með öðrum fæðubótarefnum ?
Já.  Í raun stuðlar Lactoferrin Gold 1.8 að bættri meltingu og heilbrigði meltingarvegarins og getur þannig stutt við upptöku annarra fæðubótarefna.  Þannig getur Lactoferrin Gold 1.8 stutt við og aukið virkni annarra fæðubótarefna.

Má taka Lactoferrin Gold 1.8 ef viðkomandi einstaklingur er á lyfjum ?
Lactoferrin er öllum okkar líkamsvökvum og líffærum og því nú þegar útsett fyrir áhrifum og viðbrögðum lyfja.  Það hefur því ekkert með Lactoferrin Gold 1.8 fæðubótarefnið að gera.  Samt sem áður verður að líta til heilsu viðkomandi og því er nauðsynlegt að ráðfæra sig við lækni / heilbrigðisstarfsfólk áður en þessa fæðubótarefnis eða nokkurs annars fæðubótarefnis er neytt ef viðkomandi einstaklingur þjáist af sjúkdómum/heilkennum.

Má neyta áfengis og taka inn Lactoferrin Gold 1.8 ?
Nei, ekki er mælt með inntöku Lactoferrin Gold 1.8 og neyslu áfengis á sama tíma.  Mikilvægt er að láta líða 12 klukkustundir líða (fyrir/eftir) neyslu áfengis til að tryggja sem besta virkni Lactoferrin Gold 1.8

Má neyta heitra drykkja eða matar með Lactoferrin Gold 1.8 ?
Nei, ekki er mælt með neyslu heitra drykkja eða heits matar rétt á meðan Lactoferrin Gold 1.8 er tekið inn.   Lactoferrin Gold 1.8 er þó stöðugt upp að 80 gráðu hita og því er óhætt að neyta þess og heits matar.