Hvernig er Lactoferrin Gold 1.8 framleitt ?

Tæknin sem notuð er við framleiðslur á Lactoferrin Gold 1.8® byggir á meira en 30 ára vísindarannsóknum.  Lactoferrin Gold 1.8® er framleitt í vottaðri framleiðsluaðstöðu sem uppfyllir kröfur um góða framleiðsluþætti (cGMP staðall).   Öll innihaldsefni fara í gegnum ítarlegar prófanir og varan er prófuð á mismunandi stigum framleiðslunnar.   Þetta leiðir til þess að varan er öruggari og af hæsta gæðaflokki.

Lactoferrin Gold 1.8® uppfyllir hæstu staðla (golden standard) fyrir bestu lífvirkni.  Það er lífvirkni próteinsins sem ákvarðar gæði vörunnar og hjá Lactoferrin Gold 1.8® er hún í hæsta gæðaflokki.   Þeir meginþættir sem hafa áhrif á virkni próteinsins eru hráefnin, aðferðarfræðin og tæknin sem notuð eru til að einangra sameindina.

Hráefni sem notað er í Lactoferrin Gold 1.8®

Mjólkin sem notuð er í framleiðslu Lactoferrin Gold 1.8® er unnin á Nýja Sjálandi þar sem kýrnar hafa alist í náttúrulegu umhverfi sem er algjörlega lífrænt.  Heilbrigði kúnna er skoðað reglulega og staðfest af heilbrigðisyfirvöldum á Nýja Sjálandi.

  • Lausar við sjúkdóma
  • Engir hormónar notaðir
  • Engin sýklalyf notuð
  • Erfðabreytingar ekki leyfðar
  • Fóðraðar á grasi / korni
  • Hafa alist upp í náttúrulegu umhverfi

Einangrun próteinsins

Mjólkinni er safnað saman við bestu aðstæður og smitgát.  Við framleiðsluna fer mjólkin í gegnum kælimeðferð með sjálfvirkri tækni.  Mjólkin er brotin niður og próteinið er einangrað með litskiljun.  Próteinið er síðan frostþurrkað til að varðveita fjölvika líffræðilega virkni sameindarinnar.  Lactoferrin Gold 1.8® inniheldur ekki glúten.

Hið einangraða prótein fer í gegnum nokkur stig gæðaeftirlits og prófanna áður en það er samþykkt til notkunar í einkavarða framleiðsluaðferð Lactoferrin Gold 1.8®.  Til samanburðar þá eru flestar aðrar lactoferrin vörur framleiddar með úðaþurrkun sem felur í sér hita.  Slíkt ferli getur skemmt próteinið og dregið úr virkni þess.  Til þess að framleiða eitt hylki af Lactoferrin Gold 1.8® þarf um það bil 3 lítra af mjólk.  Það sem eftir verður af mjólkinni þegar búið er að fjarlægja Lactoferrin próteinið er notað sem hráefni í öðrum matvælaiðnaði.  Hver einasti dropi mjólkurinnar er nýttur að fullu.

Tæknin
Hið einangraða prótein fer síðan í gegnum hreinsunarferli sem samanstendur af 3 stigum. Ferlið samanstendur af yfirborðsmeðhöndlunarstigi sem eykur aðgengi, pólýfenólstig til að auka sýklalyfjameðferð og magn til að auka virkni andoxunarvirkni. Þetta  náttúrulega ferli hjálpar til við að hreinsa mjólkina vel, sem leiðir til Lactoferrins í hæsta gæðaflokki og bestu lífvirku virkni.  Laktóferrín er síðan blandað saman við önnur innihaldsefni til að auka skilvirka upptöku í líkamanum. Dagsskammtur er 60 mg af lactoferrin og á einum mánuði er skammturinn 1,8 grömm. Þetta nákvæma skammta- og gæðaferli leggur grunninn að vörumerkinu Lactoferrin Gold 1.8®.