Líkaminn framleiðir Lactoferrin og dagleg framleiðsla u.þ.b. 60mg.  En þegar við erum undir miklu álagi t.d. vegna krefjandi líkamnlegrar virkni, þá notar líkaminn meira Lactoferrin en hann nær að framleiða.  Við það myndast ójafnvægi í Lactoferrin búskapnum og þá finnum við fyrir óþægindum eins og tíðari veikindum, þreytu, sleni og orkutapi sem kemur niður á árangri okkar.

Járnbindandi eiginleikar:
Lactoferrin próteinið hefur vel rannsakaða og skjalfesta virkni hvað varðar járnbindandi eiginleika sína og getur þannig komið í veg fyrir járnskort.  Járn gegnir mikilvægu hlutverki í efnaskiptum frumna og sem flutningsaðili súrefnis í líkamanum.  Járnfæðubótarefni eru mikið notuð af íþróttafólki í afreksíþróttum til að auka flutningsgetu rauðu blóðkornanna á súrefni til vöðva.  Lactoferrin hefur einstaka eiginleika hvað þetta varðar og eykur járnbindingu og súrefnisflutning án þeirra neikvæðu aukaverkanna sem fylgja einfaldari járnaukandi fæðubótarefnum.

Styrkir ónæmiskerfið:
Lactóferrin styrkir ónæmiskerfið sem er sérstaklega mikilvægt fyrir íþróttafólk sem er undir miklu álagi.  Minnkun á magni Lactoferrins í líkamanum vegna mikils álags getur verið ein af ástæðum þess að íþróttamenn verða oft veikir rétt eftir erfiðar keppnir eða löng æfingatímabil.  Lactoferrin hefur áhrif á cýtókin sem eru merkjasameindir sem flytja merki milli frumna í líkamanum.  Þetta gerir það að verkum að Lactoferrin aðstoðar ónæmiskerfi íþróttamanna með þvi að virkja það fyrr í ferlinu.  Þeir sem æfa mikið og lengi og tapa vökva t.d. með svitalosun geta dregið úr virkni ónæmiskerfisins og þannig dregið úr árangri.

Öflugt andoxunarefni:
Lactoferrin er öflugt andoxunarefni sem hefur langvarandi áhrif í líkamanum eða í allt að 48 klukkustundir.  Andoxunarefni hjálpa til við að koma í veg fyrir og viðhalda réttu oxunarálagi, ferli sem getur valdið eyðileggingu á frumum ef líkaminn er ekki í réttu jafnvægi.   Til samanburðar hafa andoxunarefni venjulegra fæðubótarefna áhrif á líkamann í mesta lagi eina klukkustund.

Til viðbótar er vert að nefna að Lactoferrin hefur jákvæð áhrif á hversu hratt sár https://www.informed-sport.comog bein gróa.  Lactoferrin getur komið í veg fyrir að bakteríusýkingar myndist í sárum.

Eina Lactoferrin fæðubótarefnið sem prófað er af  Informed-Sport fyrir íþróttafólk:
Hver einasta framleiðslulota af Lactoferrin Gold 1.8 er prófuð til að tryggja að engin ólögleg efni geti hafa smitast í framleiðsluna eða samsetning vörunnar uppfylli ekki kröfur Alþjóða Ólympíunefndarinnar.  Lactoferrin Gold 1.8 fer í gegnum ótal prófanir á rannsóknarstofu sem uppfyllir ISO staðal nr. 17025 sem tryggir rétta niðurstöður án frávika.  Þetta eykur öryggi íþróttafólks sem neytir Lactoferrin Gold 1.8 til að ná betri árangri.